Hafa samband


© 2024 Retric ehf.

Field Service Lite

  • Notendavænt viðmót - sérsniðið og hraðvirkt viðmót
  • Skilvirkt skipulag með "Schedule board - einstök yfirsýn yfir verk á döfinni og í vinnslu
  • Tenging við Microsoft vörur - Dynamics 365 og Power Apps
  • Hagkvæmari lausn - Sérsniðin að íslenskum fyrirtækjum

Field Service Lite hentar t.d. fyrirtækjum og aðilum sem starfa við viðhald, endurnýjun eða viðgerðir fjarri höfuðstöðvum sínum. Svo sem geta verið fyrirtæki sem sinna tækniviðgerðum, byggingarverkefnum, þjónustu við hita-, rafmagns- og kælikerfi eða aðrir verktakar.
Þessi lausn er gagnleg fyrir þá sem vilja fá meira útúr starfskröftum sínum og betri yfirsýn, straumlínulaga samskipti milli fyrirtækisins og viðskiptavina, auka skilvirkni starfsmanna á vettvangi og bæta upplifun viðskiptavinar.

VIÐSKIPTAVINAÁÆTLUN

Hugsaðu vel um viðskiptavini þína og stilltu upp áætlun fyrir snertingar ársins sem minnir þig á hvenær þú ætlar að eiga samskipti við hvern. Nýtist vel með virðisgreiningu viðskiptavina þar sem stjórnendur og notendur geta fylgst með árangri í rauntíma með aðstoð PowerBi og mælaborða.

EXCEL IMPORT

Við aðstoðum ykkur við að flytja markaðslista frá ytri kerfum inn í Dynamics 365. Excel Import styður bæði eldri og nýrri gerð Excel skjala. Excel Import finnur upplýsingar, úr Excel-skjölum t.d. netfang eða kennitölur, í Dynamics 365 tengiliðum og útbýr þannig markaðslistann. Eitt af þessum nauðsynlegu tólum í tækjakistuna, nú með uppfærðu viðmóti.

GDPR

Við getum aðstoðað við að einfalda utanumhald á vinnslusamningum og upplýstum samþykkjum viðskiptavina / birga með Dynamics 365. Með GDPR lausn Retric getið þið með einföldum hætti kallað eftir gögnum úr Dynamics 365 og ytri kerfum í skýrslu fyrir viðskiptavininn. Við aðstoðum ykkur við að standast kröfur og tryggja örugga meðferð gagna.

Retric Connector

"Connector" sem tengir saman sölukerfi og skýjið. Bæði til að sækja / senda gögn með Power Automate eða keyra beint inní gagnamódel Dynamics 365 viðskiptamannakerfis. Með sjálfvirkum eða rauntímakeyrslum úr sölukerfinu yfir í viðskiptamannakerfið sparar þú dýrmætan tíma sem áður fór í innslátt gagna. Við aðstoðum við tengja þjóðskrá / fyrirtækjaskrá inn í Dynamics 365

Markaðsbrú

Með Markaðsbrú er markaðstólið ykkar tengt við Dynamics 365. Þitt fyrirtæki getur áfram notað HubSpot, Campaign Monitor, MailChimp, Sendinblue o.s.frv. og tengir kerfin saman með Two-Way samskiptum. Þessi lausn hentar einnig vel þeim fyrirtækjum sem vilja komast útúr Click Dimensions. Hafðu samband til að fá kynningu.

Tímaskráningar og verkbókhald

Höldum utan um skráningar starfsmanna sem nota sinn eigin snjallsíma eða tölvu við skráningu. Einfalt viðmót í appi og á vef og hafa stjórnendur yfirsýn í rauntíma.

Samþykktarferli

Ferli sem aðstoðar stjórnendur við að gefa samþykki t.d. til vörukaupa fyrir starfsmenn. Samþykkjandi samþykkir í gegnum tölvupóst. Hægt að stilla samþykktarreglur með einföldum hætti.

Samningar

Dynamics 365 heldur utan um samninga sem gerðir hafa verið. Þannig aðstoðum við þig við að halda utan um öll skjöl og samskipti tengd samningnum og birtum gögnin með aðgengilegum hætti. Yfirsýn yfir samninga birtist með myndrænt. Möguleiki er að setja upp vaktara sem sendir áminningu á eiganda, ákveðna einstaklinga eða á hóp um endurnýjun áður en samningur rennur út. Við hjálpum við að viðhalda endurnýjun á samningum.

Leyfastjórnun

Við aðstoðum við að halda utan um leyfismálin, ef þú ert með vörur sem krefjast leyfa og vilt mæla notkun á þeim. Einnig höldum utan um stofnanir á leyfum, samninga þeim tengdum, yfirlit, virkjanir og styðjum við dulkóðun á leyfislyklum.

l