Hafa samband


© 2024 Retric ehf.

Hittu snillingana

Teymið okkar samanstendur af reynslumiklum og sterkum tæknilega sinnuðum einstaklingum sem og nýjum og ferskum einstaklingum sem geta leyst hlutina þegar þess er krafist.
Við erum ekki sölumenn og gefum því raunverulega ráðgjöf um hvaða lausnir henta best eða ekki hverju sinni.

Hvað þýðir Retric?

Góð spurning, það er blanda af ensku orðunum "Retro" og "Futuristic". Þá verður útkoman Retric. Við erum soldið Retro en um leið mjög framsýnir.

Ragnar Miguel Herreros

B.Sc. í Tölvunarfræði
Þróun / ráðgjöf

Ragnar hefur unnið í tölvubransanum í fjölda ára og með sterkan bakgrunn i kerfisstjórn og rekstri upplýsingakerfa. I rúman áratug hefur hann fókusað á þróun og ráðgjöf og hefur nú unnið í Microsoft Dynamics í 10 ár. Ragnar er einstaklega laginn í að tengja hluti saman með samþættingum og vefþjónustugerð.
Það vita það ekki allir en Ragnar bjó á Ibiza sem krakki.

Helgi Már Erlingsson

M.Sc. í Tölvunarfræði
Þróun / ráðgjöf

Helgi hefur starfað við hugbúnaðargeirann frá aldamótum og unnið á þeim ferli hjá bæði stórum sem smáum fyrirtækjum hérlendis og erlendis. Helgi hefur gaman af öllum vandamálum og finnst sérstaklega gaman að leysa þau. Helgi lenti fyrir tilviljun inní Microsoft Dynamics fyrir áratug síðan og hefur ekki sleppt takinu síðan. Helgi er með einstakt auga fyrir hönnun og útliti.
Á kvöldin starfar Helgi sem plötusnúður og spilar eingöngu fyrir þotuliðið.

Birgir Örn Grétarsson

B.Sc. í Hagfræði
Ráðgjöf / ferlagerð

Birgir Örn þekkir krók og kima CRM kerfisins vel og veit manna best hvað á heima í CRM og hvað ekki. Birgir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og veit hvaða hjól þurfa að snúast svo fyrirtæki haldi velli.
Birgir Örn er sömuleiðis einn heitasti stuðningsmaður Real Madrid á Íslandi.

Bjarki Freyr Rúnarsson

B.Sc. í Tölvunarfræði
Þróun / ráðgjöf

Bjarki Freyr er tölvunarfræðingur að mennt sem hefur góðan bakgrunn í Dynamics heiminum og er því öflug viðbót í Retric teymið. Sérfræðikunnátta hans í Business Central nýtist vel í verkefnum hjá okkur. Bjarki er sömuleiðis mikill afreksmaður í íþróttum og þá einna helst í þríþraut þessa dagana.
Það vita það ekki allir en Bjarki Freyr talar reiprennandi portúgölsku sem getur nýst vel.

Valdimar John Parks

B.Sc. í Tölvunarfræði
Þróun / ráðgjöf

Valdimar John byrjaði sem sumarstarfsmaður hjá Retric en hóf síðan fullt starf eftir útskrift úr B.Sc. námi í tölvunarfræði. Valdimar hefur því kynnst Dynamics 365 umhverfinu og er afar öflugur í öllu er kemur að viðmóti (UX og UI) enda mikið smíðað í React (PCF) og Next.js í Retric.
Valdimar talar og skilur ensku sem innfæddur þar sem hann á fjölskyldu sömuleiðis í Ameríku þar sem hann hefur búið.

Sandra Björt Kristjánsdóttir

B.Sc. í Tölvunarfræði & B.Sc. í Viðskiptafræði
Þróun / ráðgjöf

Sandra Björt er með bæði B.Sc. í viðskipta- og tölvunarfræði. Sandra kemur með PowerApps reynslu sem er frábær viðbót fyrir Retric.

Heimilisfang

RETRIC ehf.
Grensásvegi 11
108 Reykjavík
S: +354 519-8845
Kt. 500719-1090
VSK nr. 135368